Hugbúnaðarþróun í teymum


Gerum vinnu fólks mannlegri, meira skapandi og árangursríkari.

Þróum hugbúnað

Við þróum hugbúnað með þér sem styður við viðskiptaleg markmið og strategíu þíns fyrirtækis. Í viðskiptaumhverfi nútímans er mikilvægt að vera með skýra sýn á hvernig þitt fyrirtæki  aðgreinir sig frá samkeppnisaðilum og verður einstakt í huga viðskiptavina. Við hjálpum þér og þínum að þróa hugbúnað og erum sérstaklega góð í flóknum og erfiðum verkefnum.

Myndum teymi

Við erum sérfræðingar í teymisvinnu og höfum svarta beltið í hugbúnaðarþróun. Marga ára reynsla segir okkur að móðir allra vandamála í hugbúnaðarþróun er lítil samvinna. Við viljum vinna með fólkinu í þínu fyrirtæki sem veit allt um viðskiptaleg markmið, strategíu, tækifærin og tæknina. Með þessu fólki myndum við teymi þar sem við leggjum í púkkið að lágmarki tvo forritara og teymisþjálfara.

Vinnum saman

Galdurinn í hugbúnaðarþróun er teymisvinna. Að þróa hugbúnað á að vera ögrandi, skemmtilegt og árangursríkt. Á meðan þú og þínir eiga sýnina fyrir lausnina þá leiðir teymisþjálfarinn verklagið og samvinnuna með það fyrir augum að teymið komist sem allra hraðast og skili virði sem fyrst. Góð teymi læra hratt og skila hratt.

Verkin okkar


Viðskiptavinir okkar eru alls kyns fyrirtæki.

Hver og hvenær

Já Upplýsingaveitur 2012-2013.

Tæknin

Python, Django, Java, JavaScript, HTML5, Continuous Delivery.

Útkoman

Nýr vefur fyrir Já.is.

Verkefnið

Þróa og koma nýjum Já.is í loftið.

Yfirlit

11 manns. Frá Spretti þrír forritarar og teymisþjálfari. Frá Já Upplýsingaveitum forstjóri, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri, tæknistjóri, verkefnastjóri Já.is og þrír forritarar.

Ein af aðalvörum Já Upplýsingaveitur er leitarvefurinn ja.is. Já vildi setja í loftið nýjan nútímalegan vef sem væri einfaldur í notkun og myndi styðja við nýjar auglýsingavörur. Sprettur kom inn og leiddi þróun og samvinnu.

Hver og hvenær

Sjóvá 2011-í dag.

Tæknin

JavaScript, C#, .NET

Útkoman

Mikill vinnusparnaður við gerð tilboða og réttari ráðgjöf. Þjálfunartími nýrra starfsmann styttist úr 6 mánuðum í 2-3 vikur.

Verkefnið

Þróa veflausn og ferla til þess að auðvelda sölumönnum og viðskiptastjórum að selja tryggingar til fyrirtækja.

Yfirlit

8 manns. Frá Spretti þrír forritarar og teymisþjálfari. Frá Sjóva forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar, tveir viðskiptastjórar og einn forritari.

Viðskiptastjórum og öðrum sölumönnum hjá Sjóvá sem gera tryggingatilboð til fyrirtækja vantaði lausn sem gat uppfyllt eftirfarandi skilyrði: 1) auka frumkvæði í sölu og þjónustu, 2) gera alla söluráðgjöf rekjanlega og 3) stytta þjálfunartíma starfsmanna. Sprettur leiðir samvinnu og þróun fyrir Fyrirtækjaráðgjafa Sjóvár.

Hver og hvenær

Eimskip Flytjandi 2010-í dag.

Tæknin

.NET, Delphi, Node.js, Continuous Delivery

Útkoman

200% aukning rafrænna skráninga og stöðugt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn Flytjanda.

Verkefnið

Hugbúnaðarþróun fyrir innanlandsflutninga Eimskips og aðrar deildir hjá Eimskipi.

Yfirlit

6-10 manns. Frá Spretti tveir til fimm forritarar og teymisþjálfari. Frá Eimskip deildarstjóri, hópstjóri og verkefnastjóri.

Sprettur hefur unnið náið með sérfræðingateymi Eimskips að umbótum ferla og hubúnaðar til þess að auka hraða og gæði flutninga innanlands. Stórir viðskiptavinir Eimskips senda daglega inn þúsundir flutningsbeiðna sem afgreiddar eru rafrænt alla leið. Markmiðið hefur allan tímann verið að gera ferilinn sem skilvirkastan með því að lágmarka handavinnu enda hefur hlutfall rafrænna sendinga aukist meira en 200% á tímabilinu.

Hver og hvenær

Meniga 2013.

Tæknin

.NET, JavaScript, HTML5, Continuous Delivery

Útkoman

Ný eining inn í aðalvöru Meniga.

Verkefnið

Þróa einingu sem gerir kleift að keyra auglýsingherferðir inn í Personal Finance Management vöru Meniga.

Yfirlit

10 manns. Frá Spretti tveir forritarar og teymisþjálfari. Frá Meniga yfirmaður vöruþróunar, vörustjóri, sölustjóri, grafískur hönnuður, prófari og tveir forritarar.

Aðalvara Meniga er lausn sem bankar bjóða viðskiptavinum sínum að nota sem hluta af sínum netbönkum. Viðskiptavinir geta notað lausnina til þess að fá ítarlegt yfirlit og skýrslur um fjármálin sín. Teymið þróaði lausn til þess að markaðsfólk bankana gæti birt viðskiptavinum hnitmiðaðar auglýsingar út frá fjármálum, kauphegðun og fleiri þáttum.

Ferlið er skemmtilegt og árangursríkt


Við erum frumkvöðlar í Agile og Lean aðferðafræði á Íslandi.

Tengjum saman viðskiptafólk og forritara í eitt teymi.

Teymið ákveður viðskiptamarkmið og setur fram heildstæða mynd af lausninni.

Fólkið í teyminu ákveður hvernig það vill vinna saman.

Þróum hugbúnað og setjum í rekstur hugbúnað og ný vinnuferli.

Teymið horfir reglulega til baka og lærir hvernig það verður betra.

Fólkið


Við höfum ástríðu fyrir hugbúnaðarþróun.

Andri Mar Björgvinsson

Ari Jóhannesson

Tæknistjóri

Daði Ingólfsson

Davíð Brandt

Æðsti Strumpur

Edda S. Hólmsteinsdóttir

Skrifstofustjóri

Garpur Dagsson

Dr. Guðjón Guðjóns

Guðlaugur Stefán Egilsson

Guðmundur Páll Kjartansson

Dr. Hrafn Loftsson

Prófessorinn

Högni Gylfason

Petar Shomov

Pétur Orri Sæmundsen

Framkvæmdastjóri

Þröstur Snær Eiðsson

Dugnaðarforkur

Örn Haraldsson

Þú hér?

Við viljum alltaf ráða gott fólk. Hafðu samband og sjáðu hvort þú passir í hópinn.

Hafðu samband

Sprettur


Laugavegur 26 (gengið inn frá Grettisgötu)
101 Reykjavík


522 8900


Sprettur á vörumerkin Agile Ísland og Lean Ísland